Kári Bjarnason ráðinn forstöðumaður Bókasafns Vestmannaeyja.

01.08.2007
Kári Bjarnason hefur verið ráðinn forstöðumaður Bókasafns Vestmannaeyja frá 1. júlí sl. að telja. Hann er fæddur 1960, magister (M.A.) í íslenskum fræðum að mennt auk þess sem hann lauk samhliða B.A.-prófi í heimspeki og ýmsum námskeiðum við Háskóla Íslands, þ.á.m. í bókasafnsfræðum. Kári starfaði sem bókavörður og handritavörður á Landsbókasafni Íslands samfellt í 16 ár, á tímabilinu 1989-2005. Á þeim árum vann hann tímabundið sem sérfræðingur á handritasöfnum víðsvegar um heim, m.a. í Vatinkaninu, Kaupmannahöfn, Stokkhólmi, Uppsala, Osló, Helsinki, London, Oxford, Harvard og Itahöcu. Hann hefur setið í fjölmörgum stjórnum, þ.á.m. í stjórn Bókavarðafélags íslands 1995-1998; stjórn Menningarsjóðs 1996-2007 og hefur setið í stjórn Reykjavíkur Akademíunnar frá 2003. Kári hefur hlotið fjölmarga styrki úr innlendum og erlendum rannsóknasjóðum, m.a. úr flestum norrænum menningarsjóðum, á undanförnum röskum áratug. Kári hefur gefið út fjölmargar bækur ýmist einn eða í samstarfi við aðra. Meðal þeirra eru: „Skrá um doktorsritgerðir Íslendinga, prentaðar og óprentaðar 1986-1990. Ólafur F. Hjartar og Þosteinn Kári Bjarnason tóku saman.” Árbók 1990. Landsbókasafn Íslands, nýr flokkur, 16. ár. (Reykjavík 1992, bls. 5-53); “Trú og tónlist í íslenskum handritum 2”. Íslenska söguþingið. Ráðstefnurit II. (Reykjavík 2002, bls. 464-471); “Skrá um sálma og kvæði í íslenskum handritum í Konungsbókhlöðu Stokkhólms.” Fjölrit. (Reykjavík 2003, 208 bls.); “Sjálf handrita. Drög að skrá um sjálfsævisögur í handritum”, Fortíðardraumar. Sjálfsbókmenntir á Íslandi. Sýnisbók íslenskrar alþýðumenningar 9. (Reykjavík 2004, bls. 405-411); “Í höndum þínum minn herra Guð”. Brot úr sálmum sr. Ólafs Jónssonar á Söndum í Dýrafirði. (Reykjavík 2006, 103 bls.); “Jón Arason biskup. Ljóðmæli” Útgáfa allra ætlaðra kvæða biskups ásamt skýringum. (Reykjavík 2006, 230 bls.) og “Spænsku vísur séra Ólafs Jónssonar á Söndum.” Útgáfa á kvæði skáldsins með skýringum. Ársrit sögufélags Ísfirðinga. (Ísafirði 2006, bls. 119-141).