Níu daga glæsileg dagskrá á safnaafmæli.

 

Það var mikið um dýrðir í Einarsstofu í Safnahúsi um síðustu helgi þar sem þess var minnst að 150 ár eru frá stofnun Bókasafns Vestmannaeyja. Á veggjum blöstu við málverk eftir Kjarval í eigu bæjarins og boðið var upp á dagskrá sem stendur alla þessa viku og endar á sunnudaginn. En næstu helgi verður þess minnst að 80 ár eru frá stofnun Byggðasafns Vestmannaeyja.

Dagskráin á laugardag hófst með ávarpi Páls Marvins Jónssonar, bæjarfulltrúa og forstöðumanns Þekkingarsetursins og Kári Bjarnason, forstöðumaður Bókasafnsins kynnti mjög vandaða dagskrá sem í hönd fór og byggðist upp á fyrirlestrum sem tengdust á einhvern hátt Bókasafninu og sögu Vestmannaeyja. Áfram var haldið á sömu nótum á sunnudaginn þar sem einnig var boðið upp á mjög vandaða dagskrá eins og reyndar alla dagana níu sem dagskráin stendur.

 

Umfjöllun úr Fréttum 5.júlí 2012