Afmælissýningaröð 2. sýning Konur á Listasafni Vestmannaeyja

11.03.2019

Afmælissýningaröð í Einarsstofu í Safnahúsi

2. sýning: Konur á Listasafni Vestmannaeyja

Sýningin er opin 8.-15. mars

 

Í tilefni af 100 ára afmæli Vestmannaeyjabæjar er efnt til 

 10 sýninga á listaverkum eftir Eyjamenn og –konur á árinu.

Með sýningaröðinni er ætlunin að draga fram

þá fjölbreyttu flóru sem vestmannaeyskir listvinir eru.

Öll eiga verkin það sameiginlegt að vera í eigu

Listasafns Vestmannaeyja sem geymir yfir 700 listaverk.

Að þessu sinni sýnum við málverk eftir konur sem

Listasafn Vestmannaeyja á aðeins eitt eða fáein verk eftir.

 

Verk eftirfarandi kvenna eru að þessu sinni dregin fram:

Barbara Árnason, Halla Haralds, Helga Weishappel Foster,

Jóhanna Erlendsdóttir, Júlíana Sveinsdóttir, Ria Oene,

Sigrún Jónsdóttir, Steinunn Einarsdóttir og Þórdís Ásgeirsdóttir.

 

Í næstu viku munum við draga fram málverk eftir

karla undir svipuðum formerkjum.

 

Sýningin stendur aðeins yfir í eina viku.