Eyjahjartað í Einarsstofu

03.10.2018

Hið árlega Eyjahjarta í Einarsstofu verður haldið sunnudaginn 7. október. Dagskráin er frá 13:00 til 15:00.

Við hvetjum fólk til að koma tímanlega ti þess að ná sér í sæti þar sem undanfarnar dagskrár Eyjahjartans hafa sprengt utan af sér rýmið í Einarsstofu.