Fyrsti fundur nýrrar bæjarstjórnar.

21.06.2018

 

Fyrsti fundur nýrrar bæjarstjórnar í dag.

Ný bæjarstjórn kemur saman til síns fyrsta fundar í dag, fimmtudaginn 21. júní. Fundurinn verður haldinn í Einarsstofu í Safnahúsi og hefst kl. 18:00. Eins og ávallt eru bæjarstjórnarfundir opnir og gestir hjartanlega velkomnir.

 

Þess má geta að í dag eru sumarsólstöður, en þá er sólargangur lengstur. Sólstöður verða nákvæmlega 6 mínútum eftir að fundur hefst, kl. 18:06, en á þeirri mínútu snýr norðurpóll jarðar næst sólu eftir því sem segir á vef Veðurstofu Íslands.