Eyjarhjartað í Sagnheimum á sunnudaginn

05.10.2016
 Eyjahjartað í Sagnheimum á sunnudaginn.
 
Á sunnudaginn kemur hinn 9. október munum við bjóða til úrvalsdagskrár með 3 landsþekktum einstaklingum sem munu rifja upp tíma sinn í Eyjum.
 
Guðmundur Andri Thorsson:  Núll í tombólukassa. Minningar sumarstráks.
Egill Helgason: Á vörubílspallinum hjá Stebba Ungverja.
Bubbi Morthens: Hreistur.
Einar Gylfi Jónsson: Lokaorð fyrir hönd undirbúningsnefndar.
 
Dagskráin verður haldin í Sagnheimum, byggðasafni, á annarri hæð Safnahúss kl. 14-16.
 
Allir hjartanlega velkomnir.