Hefur unnið fyrir flesta ljósvakafjölmiðla

Sighvatur Jónsson fjölmiðlamaður af lífi og sál

07.10.2015
 Sighvatur kynnir sig sem fjölmiðlamann frá Vestmannaeyjum og hann stendur undir því nafni flestum betur, starfssviðið er svo fjölbreytt. Hann stofnaði SIGVA media 25.apríl 2005 þegar hann var við nám í  Danmörku en samhliða náminu starfaði hann sem fréttaritari fyrir Stöð 2 og Bylgjuna.
 Þessa dagana er Sighvatur með sýningu í Einarsstofu þar sem hann fer yfir ferilinn í máli en þó mest í myndum sem birtast á sjónvarps- og tölvuskjám sem hann hefur komið þar fyrir. Er vel þess virði að kíkja við og gefa sér tíma til að sjá það sem fyrir augu ber því margt athyglisvert hefur fangað athygli Sighvats sem er um leið hluti af sögu Vestmannaeyja