Fallegt flosverk gefið Listasafni Vestmannaeyja.

02.09.2015
 Ósk Laufdal hafði samband við safnið fyrir nokkrum dögum. Var erindi hennar að kanna hvort við vildum þiggja að gjöf flosaða mynd eftir Njálu Guðjónsdóttur frá Oddsstöðum. Var að sjálfsögðu svarað að bragði að slíku yrði fagnað. Tveimur dögum síðar var myndin formlega afhent. Voru þar komin dóttir Njálu, Jóhanna Tómasdóttir og tengdasonur,  Þorsteinn Laufdal ásamt dóttur sinni, Ósk. Hér má sjá þessa fallegu mynd er verkið var formlega afhent.
 
Fyrir hönd Listasafns Vestmannaeyja þakka ég hjartanlega fyrir þessa fallegu gjöf og þá ræktarsemi við menningu Vestmannaeyja sem hún sýnir.
 
Kári Bjarnason