Sektarlaus vika

18.12.2014
 Í aðdraganda jóla og við upphaf nýs árs huga margir að syndum liðinna daga.
Bókasafnið vill hjálpa til við að lýsa leið til betrunar með því að bjóða upp á "sektarlausa viku" 15.- 31. desember
Unnt er að skila bókum á safnið á opnunartíma eða í póstkassa við útidyr út árið, án eftirmála. Kærkomið tækifæri til að gera hreint fyrir sínum dyrum og hefja nýtt ár með gleði hins syndlausa lánþega.