Viðburðarskrá í Safnahúsi Vestmannaeyja árið 2013

06.11.2014
Á hverju ári er ýmislegt um að vera í Safnahúsinu og hér má sjá viðburðarskránna fyrir árið 2013.
 
 
 
 
Janúar - maí og september - desember.
Allt árið nema yfir sumarmánuðina er sérstakur ljósmyndadagur í Safnahúsinu á fimmtudögum kl. 13-16.
 
5. janúar.
Jólaratleikur Jólakattarins í Sagnheimum, byggðasafni
 
23. janúar.
Ljósmyndasýningar Hjálmars R. Bárðarsonar og Kristins Benediktssonar í Einarsstofu Safnahúss
Ljósmyndasýning Sigurgeirs Jónassonar í Pálsstofu Sagnheima
Samstarfsverkefni um skráningu íbúa á gosnótt – Sagnheimar
Stigagangur og Sagnheimar: Myndlistasýning Grunnskóla í samstarfi við Safnahús.
Sagnheimar: Afrakstur námskeiðsins Húsin í götunni afhend Safnahúsi
 
31. janúar.
Sævar H. Bragason form. Stjörnuskoðunarfél. Seltjarnarnes flytur erindi í Einarsstofu.
 
28. mars, 30. mars og 1. apríl
Kjarvalssýning í Einarsstofu, ný verk hvern opnunardag.
 
6., 13., 20. og 27. apríl
Einarsstofa: Gull úr fórum bæjarbúa. Fjóra laugardaga í röð sýnd listaverk úr eigu bæjarbúa.
 
15. apríl
Einarsstofa: Verk Guðna Hermansen
 
25. apríl
Dagskrá á Skansinum og í Sagnheimum um Kaptein Kohl
 
30. apríl
Saga í list og minnismerkjum, Samstarfsverkefni Visku og Sagnheima
 
9. maí
Myndlistarsýning Jóa Listó í Einarsstofu
 
15. maí – 15. september
Mynd Ernst Kettlers Eldeyjan sýnd tvisvar á dag í Pálsstofu Sagnheima
 
20. maí
Einarsstofa: Gosmyndir yngri kynslóðarinnar (nem.  8.-10. bekkjar). Umsjón Bjartey Gylfadóttir og Steinunn Einarsdóttir
 
6. júní
Einarsstofa: Myndlist og hönnun. Ýmsir
 
6. júní – 30. ágúst
Risabókarmarkaður í Einarsstofu og víðar í Safnahúsi
 
8., 15., 22. og 29. júní
Einarsstofa: Gull úr fórum bæjarbúa, fjóra laugardaga í röð. Myndlist.
 
17. júní
Einarsstofa: Ljósmyndasýning af komu fyrsta forseta Íslands til Eyja 1944
Fjallkonan flytur ávarp í Hraunbúðum og á Stakkagerðistúni
Samstarfsverkefni Sagnheima og Leikfélags Vestm.
 
19. júní
Saga og súpa í Sagnheimum. Sigrún Þorsteinsdóttir: Allir geta breytt viðhorfum sínum.
 
23. júní
Sagnheimar: Árni úr Eyjum, 100 ára minning. Dagskrá.
 
27. júní
Einarsstofa: Ljósmyndasýning Kristínar og Konnýjar Guðjónsdætra.
 
5. júlí
Einarsstofa: Sýning á vegum norska sendiráðsins um Noregsferð barna frá Eyjum sumarið 1973. Móttaka í Sagnheimum
 
18. júlí
Saga og súpa í Sagnheimum Gunnhildur Hrólfsdóttir: Barnabækur sem tengjast Tyrkjaráninu
 
September
einarsstofa og Bókasafn: Bókaverðlaun barnanna í samstarfi v/ skólabókasöfn
 
9. september
Saga og súpa í Sagnheimum. Dagskrá og sýning opnuð í Sagnheimum: 100 ár frá stofnun íþróttafélagsins Þórs.
 
3. október
Einarsstofa: Samsýning 9 einstaklinga frá Myndlistafél. Vm.
 
10. október
Saga og súpa í Sagnheimum: Páll Steingrímsson deildir hugrenningum sínum
 
17. október
Einarsstofa: Myndlistarsýning Soffíu Björnsdóttur
 
Október – desember
Ljósmyndasafnið með óreglulegar sýningar á Hraunbúðum, Dvalarheimili
 
2. nóvember
Einarsstofa. Týnda fólkið. Konur í einkaskjalasöfnum.
Einarsstofa. Erlendur Sveinsson opnar myndlistasýningu föður síns Sveins Björnssonar.
Einarsstofa. Sýning á munum úr fórum fjölskyldunnar.
Sagnheimar, byggðasafn:
Erlendur Sveinsson fjallar um myndefni í Kvikmyndasafni sem tengist Vestmannaeyjum.
Opnuð síða á Heimaslod.is helguð Árna símritara.
Guðmundur Andri Thorsson les úr nýrri bók sinni.
Eyjapeyjar í Eldey 1971 og 1982 í máli og myndum.
 
14. nóvember
Einarsstofa: Sýning á verkum Róberts Sigurmundssonar
Safnahús og Sagnheimar. Surtsey 50 ára:  Ljósmyndasýning og sýning á Surtseyjarkvikmynd Páls Steingrímssonar.
 
22. nóvember
Einarsstofa: Myndlistarsýning nemenda Steinunnar Einarsdóttur
 
28. nóvember
Einarsstofa: Myndlistarsýning Steinunnar Einarsdóttur
 
12. desember
Saga og jólagrautur í Sagnheimum. Guðrún Hallgrímsdóttir: Matarkistan Vestmannaeyjar, ofgnótt eða skortur
Einarsstofa: Myndlistarsýning Sigurfinns Sigurfinnssonar.
 
28. desember
Bíó í Sagnheimum: Brot úr myndum sem Heimaklettur lét taka 1950-1965