Gleðilega safnahelgi

30.10.2014
Í Safnahúsinu verður boðið upp á Ljósmyndasýningu, upplestur, skissusýningu bærarlistamanns Vestmannaeyja, forleifarannsóknir, sýningu á munum frá Þjóðminjasafni, ratleik og teiknimyndasamkeppni.
 
 
 
Eitthvað fyrir alla.
Í dag fimmtudaginn 30. október byrjar safnahelgin í Safnahúsinu.
 
Við byrjum á að sýna ljósmyndir frá Gísla Friðriki Johnsen (1906-2000) á Ingólfsstofu kl. 14 - 16.
 
Á laugardag kl. 11:00 mætir Illugi Jökulsson á Bókasafnið. Hann kynnir og les upp úr sínum frábæru knattspyrnubókum fyrir krakka á öllum aldri.
 
Í Einarsstofu kl. 13 mun Gísli Pálsson lesa upp úr bók sinni "Hans Jónatan, maðurinn sem stal sjálfum sér" og Illugi Jökulsson les úr framhaldi af bókinni "Háski í hafi" sem nú er að koma út.
"Konur í þátíð" skissusýning Gíslínu Daggar bæjarlistamanns verður svo í beinu framhaldi af upplestrinum. 
 
Bjarni Einarsson fornleifafræðingur kynnir niðurstöður sínar og dr. Ármanns Höskuldssonar eldfjallafræðings á jarðsjárskönnun í Herjólfsdal í Sagnheimum, byggðasafni kl. 15. Þar verða einnig til sýnis valdir gripir frá Þjóðminjasafninu úr uppgreftri Margrétar Hermanns Auðardóttur í Herjólfsdal frá 1971-1980.
 
Á sunnudaginn kl. 14 er tilvalið fyrir fjölskylduna að skella sér saman í Sagnheima, byggðasafn en þá verður sagan um Vilborgu og hrafninn lesin og eftir lesturinn verður ratleikur sem tengist sögunni. Einnig verður kynnt teiknimyndasamkeppni úr sögunni.
 
Eyjafréttir fjölluðu ítarlega um atburði Safnahelgarinnar miðvikudaginn 29. október 2014.