Safnahelgin 30. október - 2. nóvember

27.10.2014
Það verður nóg um að vera í Vestmannaeyjum í tilefni af Safnahelginni um næstu helgi.
 

Því miður hefur Kristín Marja boðað forföll en Illugi Jökulsson mun fylla upp í skarðið með upplestri úr framhaldi sínu af bókinni Háskí í hafi sem nú er að koma út.

Dagskráin er á þessa leið:
 
Fimmtudaginn 30. október
 
Ingólfsstofa, Safnahúsi Vestmannaeyja kl. 14:00-16:00.
Ljósmyndasýning Gísla Friðriks Johnsen (1906-2000).
Börn Gísla Friðriks sýna myndirnar hans og spjalla við gesti ásamt starfsmönnum Ljósmyndasafns Vestmannaeyja.
 
Alþýðuhúsið kl. 17:00. 
Opnun á sýningu Myndlistarfélags Vestmannaeyja "Ási í Bæ 100 ára".
Einnig opið föstudag, laugardag og sunnudag frá 14-18.
 
Eldheimar kl. 20:00.
Sögur og lög í leikhúsi. Jóhann Sigurðarson söngvari og leikari syngur lög úr söngleikjum og segir valdar sögur úr leikhúsinu. Pálmi Sigurhjartarson leikur á píanó.
Aðgangseyrir kr. 2.000.-
Tónleikarnir hefjast með leik gítarsveitar Tónlistarskóla Vestmannaeyja undir stjórn Eyvindar Inga Steinarssonar.
 
Föstudagur 31. október
 
Stafkirkjan kl. 17:00.
Setning Safnahelgarinnar 2014. 
Sr. Guðmundur Örn Jónsson og Kristín Jóhannsdóttir.
Tónlistaratriði.
 
Laugardagur 1. nóvember
 
Sæheimar, fiskasafn kl. 13:00-16:00
Sýningin "Blóm á Heimaey"
Ljósmyndasýning á helstu blómaplöntum sem finnast á Heimaey.
 
Einarsstofa, Safnahúsi Vestmannaeyja kl. 11:00
Illugi Jökulsson rithöfundur kynnir og les upp úr sínum frábæru knattspyrnubókum.
Fyrir börn á öllum aldri.
 
Einarsstofa, Safnahúsi Vestmannaeyja kl. 13:00
Lestur úr nýjum bókum.
 
Rithöfundarnir Gísli Pálsson og Kristín Marja Baldursdóttir Illugi Jökulsson lesa úr nýjum verkum sínum.
 
Í beinu framhaldi er svo formáli að sýningunni Konur í þátíð. Gíslína Dögg Bjarkadóttir bæjarlistamaður Vestmannaeyja 2014 sýnir. Um er að ræða skissusýningu sem ætlað er að kynna stærri sýningu sem haldin verður í vor. Efnið er sótt til skáldverksins Karítas án titils eftir Kristínu Marju Baldursdóttur.

 

Sagnheimar, byggðasafn kl. 15:00

Bjarni Einarsson fornleifafræðingur kynnir niðurstöður sínar og Ármanns Höskuldssonar eldfjallafræðings á jarðsjárskönnun í Herjólfsdal sem gerð var nýlega að frumkvæði Þekkingarseturs, Söguseturs 1627 og Sögufélags Vestmannaeyja.
Þjóðminjasafnið sýnir valda gripi úr uppgreftri Margrétar Hermanns-Auðardóttur frá 1973-1980.
 
Vinaminni kl. 21:00
Húsbandið - Arnór, Helga m.m. leikur og syngur.
 
Sunnudagur 2. nóvember
 
Sæheimar, fiskasafn kl. 13:00-16:00
Sýningin "Blóm á Heimaey"
Ljósmyndasýning á helstu blómaplöntum sem finnast á Heimaey
 
Sagnheimar, byggðasafn kl. 14:00
Vilborg og hrafninn í Herjólfsdal. 
Sögustund í Sagnheimum og ratleikur.
Teiknimyndasamkeppni úr sögunni kynnt.
 
Opið á Bókasafninu á laugardeginum kl. 11:00-14:00.
 
Opið í Eldheimum alla helgina 13:00-17:00.
Aðgangseyrir:
  • FULLT VERÐ 1.900
  • FJÖLSKYLDUVERÐ 4.900
  • ELDRI BORGARAR 1.500
  • 10-18 ÁRA 1.000
  • 10 ÁRA OG YNGRI Í FYLGD FRÍTT
  • HÓPAR 15 EÐA FLEIRI 1.500
 
Opið í Sagnheimum, byggðasafni á laugardeginum og sunnudeginum 13:00-16:00
Frítt inn um helgina
 
Opið í Sæheimum, fiskasafni á laugardeginum og sunnudeginum 13:00-16:00
Frítt inn um helgina