Jólin komin á Bókasafninu

05.12.2013
Nú hafa starfsmenn safnsins staðið í stórræðum við að sækja allar jólabækurnar í geymslu og koma þeim í útlánasal.
Hvorki meira né minna en 103 titlar eru undir efnisorðinu JÓL á Bókasafni Vestmannaeyja og má því telja víst að allir geti fundið eitthvað við sitt hæfi.
Við erum með gott úrval af jólamyndum á DVD, jólatónlist á geisladiskum, bækur með nótum og textum jólalaganna, bækur um jólaguðspjallið, bækur um boðskap jólanna, bækur um siði og venjur jólanna, harðspjaldabækur fyrir yngstu börnin, myndabækur fyrir eldri börn, jólaskáldsögur fyrir börn á öllum aldri, bækur um jólasveina, bækur fyrir jólaföndur, bækur fyrir jólaskreytingar, uppskriftabækur fyrir jólabaksturinn, uppskriftabækur fyrir jólamatinn, jólatímarit eða eiginlega allt sem viðkemur undirbúningi jólanna og jólahátíðinni sjálfri.