Ótrúlegt lífshlaup Magnúsar á Sólvangi, skálds, skipstjóra og ritstjóra.

04.09.2013
Sunnudaginn 1.september s.l. var í Alþýðuhúsinu dagskrá tileinkuð Magnúsi Jónssyni frá Sólvangi í tilefni af útgáfu á kvæðasafni hans Þegar gullið er hreint.
Kári Bjarnason, forstöðumaður Bókasafns Vestmannaeyja og Vésteinn Ólason, prófessor fluttu erindi, lesið var úr ljóðum Magnúsar og sungin lög við ljóð hans.