Ljósmyndasýning í Einarsstofu - Safnahúsi

27.06.2013
 Ljósmyndasýning systranna Kristínar og Konnýjar í Einarsstofu í Safnahúsi Vestmannaeyjabæjar
 Þær systur hafa báðar verið með ljósmyndaáhugann í nokkur ár og hafa tekið ýmis námskeið saan og svo tók Konný nokkur fög í Tækniskólanum og að lokum fóru þær saman og tóku einn áfanga í listrænni ljósmyndun í Menntaskólanum á Tröllaskaga s.l. vetur og eru til sýnis á þessari sýningu lokaverkefnin þeirra þaðan ásamt fleiri myndum sem þær hafa tekið.
 
Konný þekkja flestir Eyjamenn enda hefur hún rekið stúdeó í Vestmannaeyjum í nokkur ár ásamt Bjarna Þór. 
 
Kristín Jóna er Eyjamönnum einnig kunn þar sem hún bjó þar í 25 ár og er tengdadóttir Óskars heitins ljósmyndara.
 
Þær eru báðar með flickr ljósmyndasíður og slóðin á þær þessar:
Kristín: http://www.flickr.com/photos/kristjona/
Konný: http://www.flickr.com/photos/lubbakonsa/
 
Þær systur eiga margar aðrar myndir sem einnig eru til sölu og má fólk hafa samband ef það hefur áhuga á að kaupa myndir frá þeim
 
Kristín Jóna
kristin@mirra.net
821-3239
 
Laufey Konný
konny@internet.is
694-2282