Erindi um Kohl á Byggðasafni

18.04.2013
Á sumardaginn fyrsta eru 160 ár frá komu Andreas von Kohl til Vestmannaeyja og í tilefni af því verður dagskrá í Sagnheimum – Byggðasafni. Dagskráin ber yfirskriftina „Kapteinn Kohl – sýslumaðurinn sem breytti sögu Vestmannaeyja“.
Dagskráin hefst á Skanskinum en þar verður hergöngumars herfylkingarinnar frumfluttur í nýrri útsetningu og í kjölfarið verður hleypt af fallbyssunni. Karl Gauti Hjaltason núverandi sýslumaður og arftaki Kohl mun þá fara fyrir skrúðgöngu frá Skansinum upp á Byggðasafn. Á Byggðasafninu munu svo Karl Gauti og Óskar Guðmundsson rithöfundur að flytja erindi um Kohl.