Afmælishátíð í Safnahúsi

28.06.2012
Samfelld afmælishátíð í Safnahúsi dagana 30. júní - 8.júlí 2012 í tilefni af 150 ára afmæli Bókasafns Vestmannaeyja og 80 ára afmæli Byggðasafns Vestmannaeyja.

 

Laugardagurinn 30.júní
 
Í Einarsstofu eru myndir eftir Jóhannes Sveinsson Kjarval
13:30 Hátíðardagskrá í Einarsstofu vegna 150 ára afmælis Bókasafns Vestmannaeyja.
Elliði Vignisson bæjarstjóri: Ávarp
Ingibjörg Steinunn Sverrisdóttir Landsbókavörður: Mark og mið Lestrarfélags Vestmannaeyja.
Helgi Bernódusson skrifstofustjóri Alþingis: Kjötbollur og kúltúr
Matthías Johannessen skáld og dr. Pétur Pétursson prófessor: Kynning á samstarfsverkefni um Davíðssálma Jóns Þorsteinssonar píslarvotts.
Afhjúpun nýs merkis Bókasafns Vestmannaeyja. Hönnuðurinn Gunnar Júlíusson útskýrir hugmyndafræðina.
Hildur Sólveig Sigurðardóttir formaður menningarmálanefndar: Lokaorð.
16:00 Hátíðarkaffi á safninu og dagskrálok.
 
Í tilefni afmælisvikunnar er boðið upp á ókeypis bókasafnsskírteini í bókasafninu fyrstu vikuna í júlí. Hægt er að fá skírteinið ókeypis í eitt ár eða framlengja um ár ókeypis. Eina skilyrðið er að mæta á staðinn!
 
Afmælisdagskráin er styrkt af Vestmannaeyjabæ, Menningarráði Suðurlands og Sparisjóði Vestmannaeyja.
 
 
Sunnudagurinn 1.júlí
 
Í Einarsstofu eru myndir eftir Jóhannes Sveinsson Kjarval.
13:30 Dagskrá í Einarsstofu um rannsóknir á menningararfi Vestmannaeyja.
Sigurður E. Vilhelmsson formaður Söguseturs 1627: Menningarsagan - mestu verðmæti hvers byggðarlags.
Dr. Már Jónsson prófessor: Eftirlátnar eigur alþýðufólks í Eyjum á 19.öld.
Katrín Gunnarsdóttir fornleifafræðingur: Fornleifar í landi Vestmannaeyja.
Dr. Clarence E. Glad sjálfstætt starfandi fræðimaður í RA: Ímyndasköpun í Evrópu á dögum "Tyrkja"ránsins.
Páll Marvin Jónsson framkvæmdarstjóri Þekkingarseturs: Lokaorð
15:00 Kaffi og dagskrárlok.
 
 
Mánudagurinn 2.júlí
 
Í Einarsstofu eru myndir eftir Júlíönu Sveinsdóttur. Fágætisbókasafn Sveins Jónssonar dregið fram, ásamt munum úr eigu fjölskyldunnar, nú á byggðasafni.
13:00 Dagskrá í Einarsstofu til heiðurs Sveini Jónssyni elsta í völundi, Guðrúnu Runólfsdóttur og Júlíönu Sveinsdóttur listakonu.
Kristín Bragadóttir doktorsnemi í sagnfræði: Ástríðufullur bókasafnari.
Hrafnhildur Schram listfræðingur: "Ég vil heldur barnanginn í náttúrunni."
Bergljót Leifsdóttir Mensuali ferðatæknir: Æviágrip um Svein Jónsson langafa minn, Guðrúnu Runólfsdóttur langömmu mína og stofnun Völundar h.f.
Tónlist: Kittý Kovács (píanó) og Balázs Stankowsky (fiðla).
15:00 Kaffi og dagskrálok.
 
 
Þriðjudagurinn 3.júlí
 
Í Einarsstofu er sýningin Bókaveröld barnanna.
11:00 og 14:00 Opið hús. Starfsmenn leiða gesti um leynda kima handan harðlæstra geymslna.
15:00 Ingólfsstofa. Kaffi með fyrrverandi starfsmönnum.
 
 
Miðvikudagurinn 4.júlí
 
11:00 og 14:00 Opið hús. Starfsmenn leiða gesti um leynda kima handan harðlæstra geymslan.
15:00 Einarsstofa. Opinn kynningarfundur um bók Árna Árnasonar símritara. Kallað eftir leiðréttingum, myndum af bjargveiðimönnum o.fl.
 
 
 
Fimmtudagurinn 5.júlí
 
12:00 Súpufundur í Sagnheimum, byggðasafni.
12:15 Una Margrét Jónsdóttir þáttagerðastjórnandi: Allir í leik, allir í leik.
13:30 "Gömlu" leikirnir á Stakkó, í samvinnu við leikskólana og miðbæjarverði. Opið börnum á öllum aldri.
 
 
Föstudagurinn 6.júlí
 
15:00 Ingólfsstofa: Opinn fundur með Atla Ásmundssyni ræðismanni Íslands í Kanada og félagi áhugamanna um rannsóknir á sögu Vestmannaeyinga í Vesturheimi og afkomenda þeirra.
16:00 Einarsstofa. Opnun á sýningu Jóns Óskars.
 
 
Laugardagurinn 7.júlí
 
16:00 Hátíðardagskrá í Sagnheimum vegna 80 ára afmælis Byggðasafns Vestmannaeyja.
Elliði Vignisson bæjarstjóri: Ávarp.
Þórður Tómasson í Skógum: Fetað til fortíðar.
Guðjón Ármann Eyjólfsson fyrrverandi skólaveistari: Eyjólfur frá Bessastöðum.
Páll Marvin Jónsson framkvæmdastjóri Þekkingaseturs: Byggðasafnið í fortíð og nútíð.
Árni Sigfússon bæjarstjóri: Tíminn og taurullur hvunndagshetjanna.
Kristín og Víglundur Þorsteinsbörn og dr. Þorsteinn Ingi Sigfússon prófessor kynna myndbandsupptöku með viðtölum við Þorstein. Spilaður er 10 mínútna bútur.
Hildur Sólveig Sigurðardóttir formaður menningamálanefndar: Lokaorð.
Tónlist: Kittý Kovács (píanó) og Balázs Stankowsky (fiðla).
18:00 Hátíðarkaffi á safninu og dagskrárlok.
 
 
Sunnudagurinn 8.júlí - Íslenski safnadagurinn - ókeypis aðgangur að byggðasafni.
15:00 Ljóðadagskrá í Einarsstofu.
Pjetur Hafstein Lárusson les úr nýútkomnu ljóðasafni sínu.
16:00 Kaffi og dagskrárlok.
 
11:00-17:00 Á Byggðasafni er sýnd myndbandsupptaka með viðtölum við Þorstein Þ. Víglundsson. Myndbandið rúllar allan daginn.