Sumarlestur 2012

06.06.2012
Í sumar verður aftur boðið upp á sumarlestur fyrir nemendur í 1.-5.bekk
Að þessu sinni ætlum við að safna bókarkilum og fylla hillurnar sem búið er að koma fyrir á afgreiðsluborðinu. Við munum líka fylgjast með átakinu hér á heimasíðunni og setja inn myndir af þátttakendunum og skrá þær bækur sem þeir eru búnir að lesa. Allir þátttakendur fá lestrarhest til að skrá bækurnar í, þegar bókunum er skilað stimpla starfsmenn Bókasafnsins í hestinn og skrá titil bókarinnar, nafn lesarans og dagsetningu skila á bókarkjöl og líma hann á hilluna. Í haust verður svo þeim sem les flestar bækur veitt viðurkenning auk þess sem hann og allir bekkjarfélagar hans fá að leigja sér eina DVD mynd á Bókasafninu FRÍTT.
Okkur á Bókasafninu hlakkar verulega til að taka þátt í þessu átaki með krökkunum og sjá bókahillurnar smám saman fyllast af litríkum bókarkilum.