Safnahelgin 3.-7. nóvember 2011

02.11.2011
Bókalestur og viðburðir í Safnahúsi um Safnahelgina 3.-7. nóv.
 
 
Föstudagurinn 4. nóv.
Gunnar Helgason kynnir nýja bók sína Víti í Vestmannaeyjum
í Hamarsskóla.
 
Laugardagurinn 5. nóv.
Einarssofa í Safnahúsi kl. 13:00-14:00:
Opnun á myndlistarsýningu Brynhildar Friðriksdóttur. Þorbjörg Marinósdóttir, Tobba, kynnir nýja bók sína „Lýtalaus“. Viðar Hreinsson kynnir ævisögu sr. Bjarna Þorsteinssonar „Eldhugi við ysta haf“. Að lokum munu Kitty Kovács og Balázs Stankowski flytja lag úr merkasta tónlistarhandriti í eigu Íslendinga, en það var ritað í Vestmannaeyjum 1742 og var lengi í eigu sr. Bjarna.
 
Sagnheimar/Byggðasafni kl. 14:00-14:30:
Oddgeir Kristjánsson „Minningin lifir“. Tríó glóðir flytja nokkur lög. Opnun á sýningu á munum úr eigu Oddgeirs og frá Safnahúsi. Ljósmyndir Oddgeirs sýndar á flettiskjá.
 
Surtseyjarstofa kl. 20:00:
Hallgrímur Helgason kynnir nýja bók sína Konan við 1000° og Guðmundur Andri Thorsson Valeyrarvalsinn: sagnasveigur.
 
Sunnudagurinn 6. nóv.
Kaffi Kró kl. 16:00-18:00
Vinjettuhátíð. Lesið úr verkum Ármanns Reynissonar og nýr hljómdiskur Unnar Gísla Sigurmundssonar kynntur.
 
Opnunartímar í Safnahúsi um Safnahelgina
 
Bókasafnið verður opið á laugardaginn kl. 13-16
(vinsamlegast ath. breyttan opnunartíma).
 
Sagnheimar/Byggðasafn verður opið laugardag og
sunnudag kl. 13-16. Ókeypis aðgangur alla helgina.
 
Í tilefni helgarinnar verður opnaður bókamarkaður safnsins
í miðrými og í kjallara. Mikið úrval bóka á ótrúlegu verði,
innnbundnar bækur á 100 kr. og kiljur á 50 kr.
 
Aukið úrval af jólabókum til útleigu
á Bókasafninu á laugardeginum.
 
Allir hjartanlega velkomnir.