Einarsstofa

22.02.2011
Undanfarnar vikur hafa staðið yfir miklar breytingar á forstofu Safnahússins.  Mánudaginn 7.febrúar s.l. var svo Einarsstofa opnuð með viðhöfn.
Einarsstofa í anddyri Safnahúss var opnuð þann 7. febrúar en þá voru 105 ár frá fæðingardegi Einars Sigurðssonar, útgerðar- og athafnamanns í Vestmannaeyjum. Kári Bjarnason, forstöðumaður Bókasafns Vestmannaeyja sagði við opnunina að stefnt væri að því að hafa þar lifandi sýningar og færa þannig menningararfinn nær fólkinu. Heilmikil og skemmtileg dagskrá var við opnunina sem hófst á ávarpi Elliða Vignissonar bæjarstjóra. Hann bauð gesti velkomna og fjallaði um Einar og Svövu Ágústsdóttur, konu hans, og þátt þeirra í mótun byggðar og sögu Vestmannaeyja