100 ár frá því að vélbátaútgerð hófst í Vestmannaeyjum

02.03.2006

Um þessar mundir eru liðin 100 ár frá því að vélbátaútgerð hófst í Vestmannaeyjum. Af því tilefni er efnt til sýningarhalds á Byggðasafni og í Kaffi Kró til þess að minnast þessa áfanga í útgerðarsögu staðarins.

Formleg opnun sýningarinnar á Byggðasafninu fór fram föstudaginn 17. feb. að viðstöddum sjávarútvegsráðherra Einari K. Guðfinnssyni og fjölda gesta.

Sérstakt átak hefur verið gert til þess að bjóða nemendum á öllum skólastigum í Eyjum í heimsókn bæði á Byggðasafn og í Kaffi Kró og munu skólarnir nýta sér það á komandi vikum.

Gestir geta heimsótt safnið daglega og einnig verður opið á laugardögum frá kl. 13-16.

Sýningin verður opin út mars mánuð.