Jólaball í Safnahúsi í storminum í dag!

08.12.2005

Í dag kl. 14. var haldið jólaball í Safnahúsinu, nánar tiltekið á Byggðasafninu. Fyrst var lesin jólasaga í gömlu stofunni sem minnti á gamla tíma. Síðan var horft á jólaspólu og höfðu börnin það afar huggulegt. Að lokum var dansað í kringum gamaldags timbur jólatré sem skreytt var með músastigum og hjartapokum, eins og tíðkaðist hér áður fyrr. Spilaðu Eyvindur Steinarsson á gítar fyrir dansinum og tóku börnin vel undir í söngnum. Jólasögustundin heppnaðist vonum framan þrátt fyrir mjög slæmt veður og höfðu þá leikskólar afboðað komu sína.