01. nóvember 2016

SAFNAHELGI Í VESTMANNAEYJUM 3. ? 6. nóvember DAGSKRÁ

 
meira >>
05. október 2016

Eyjarhjartađ í Sagnheimum á sunnudaginn

 Eyjahjartað í Sagnheimum á sunnudaginn.
 
Á sunnudaginn kemur hinn 9. október munum við bjóða til úrvalsdagskrár með 3 landsþekktum einstaklingum sem munu rifja upp tíma sinn í Eyjum.
 
Guðmundur Andri Thorsson:  Núll í tombólukassa. Minningar sumarstráks.
Egill Helgason: Á vörubílspallinum hjá Stebba Ungverja.
Bubbi Morthens: Hreistur.
Einar Gylfi Jónsson: Lokaorð fyrir hönd undirbúningsnefndar.
 
Dagskráin verður haldin í Sagnheimum, byggðasafni, á annarri hæð Safnahúss kl. 14-16.
 
Allir hjartanlega velkomnir.
meira >>
05. október 2016

Vitar fá nýtt hlutverk

 Athyglisverður og skemmtilegur fyrirlestur var í Sagnheimum um ströndina og strandmenninguna sem var skoðuð frá mörgum hliðum og sögð saga vita sem eru að fá ný hlutverk.  
Auður við íslenska strönd kallaði Kristján Sveinsson sagnfræðingur erindi sitt þar sem hann kynnti starf Vitafélagsins og íslenska strandmenningu. Sigurbjörg Árnadóttir , formaður Vitafélagsins sagði frá samstarfi áhugafólks á Norðurlöndum um vita og fjölbreytilegri notkun þeirra í dag.  Gísli Pálsson mannfæðingur frá Bólstað kallaði erindi sitt Hraunið tamið: frá Axlarsteini að Urðarvita. Emilía Borgþórsdóttir, hönnuður sagði strendur vannýttan fjársjóð fyrir hönnuði og kynnti nýja hönnun sem hún sótti í vita.  'Ivar Atlason forstöðumaður HS Veitna í Vestmannaeyjum sagði frá sjóvarmaveitunni sem HS veitur eru að setja upp í Eyjum.
 Umfjöllun Eyjafrétta má sjá hér skrar/file/Skanni_20161101%20(2)(1).jpg
meira >>
05. október 2016

Hvar er kleinan ?

Kleina Þorvaldar Jónssonar í Einarsstofu 
Föstudaginn 7. okt opnar Þorvaldur Jónsson sýningu sína Hvar er kleinan ?  í Einarsstofu í Safnahúsi. Sýninginn stendur til 2. nóvember og er sjöunda einkasýning  Þorvaldar en auk þeirra hefur hann haldið fjölda samsýninga hérlendis og erlendis. Þorvaldur er fæddur 1984 lauk B.A. prófi í myndlist frá Listaháskóla Íslands árið 2009. Þorvaldur er líka mjög virkur í sýningarhaldi og ber þar helst að nefna listahátíðina Festival þar sem hann hefur verið einn af sýningarstjórum síðustu ár og nýjasta verkefnið Gallery Port sem hann rekur með tveimur öðrum. 
Hér má lesa viðtal Perlu Kristinsdóttur sem birtist í Eyjafréttum skrar/file/Skanni_20161101.jpg
meira >>
27. september 2016

Ljósmyndadagurinn rúllar á ný

 Sl. fimmtudag, hinn 22. september, hóf Ljósmyndadagur Safnahúss göngu sína á ný. Að þessu sinni höfum við lítillega breytt tímanum og hittumst á hverjum fimmtudegi kl. 13:30-15:30. Fyrstu Ljósmyndadagur haustsins var vel sóttur að vanda og bera meðfylgjandi myndir vitni um það. Heimtur eru einnig drjúgar, þar sem í yfir 80% tilvika tekst að nafnfesta myndir þar sem skörð voru. En eins hefur smám saman orðið vant: Betri skjávarpa. Skjávarpinn sem við höfum notað var keyptur löngu áður en ég kom að safninu, og er þó áratugur liðinn.
Nú hefur verið gerð bragarbót á þar sem búið er að panta nýjan skjávarpa.
 
Um leið og þakkað er fyrir þann mikla áhuga sem er staðfestur á safni Ljósmyndasafnsins býð ég alla hjartanlega velkomna eftirleiðis í betri græjur og þá um leið meiri skemmtun.
 
Ljósmyndakveðja úr Ljósmyndasafni.
meira >>
05. júlí 2016

Afhending á frumgögnum Gísla J. Johnsen

 Einn merkasti sonur Eyjanna var athafnamaðurinn Gísli J. Johnsen (1881-1965). Hann var brautryðjandi í nýrri dögun Vestmannaeyja er vélbátavæðingin hélt innreið sína. Fyrsta vélfrystihúsið var reist 1908, fyrsta fiskimjölsverksmiðjan 1912, fyrstu olíugeymarnir 1921 og 1926 fyrsti vélbáturinn með loftskeytatækjum. Hér er aðeins drepið á fáeina af þeim mörgu afrekum sem eiga það sameiginlegt að Gísli var aðaldrifkrafturinn og að um var að ræða hið fyrsta ekki bara í Vestmannaeyjum heldur á öllu landinu og jafnvel víðar.
Afkomendur Gísla J. Johnsen komu færandi hendi með frumgögn úr fórum Gísla. Þar á meðal má telja bréf, skjöl, ljósmyndir, auglýsingar frá hans stóru fyrirtækjum o.s.frv.
Nú er það starfsmanna Safnahúss að minnast hins mikla frumkvöðuls með því að gera þessi gögn aðgengileg svo sem kostur er.
 
Um leið og þakkað er hjartanlega fyrir þá rækt sem afkomendur Gísla hafa hér sýnt honum er þess jafnfram heitið að minning þessa manns muni ekki liggja hér óbætt hjá garði.
meira >>
05. júlí 2016

Landsbankinn gefur Listasafni Vestmannaeyja málverk

 Á goslokahátíðinni afhenti Landsbankinn í Vestmannaeyja Listasafninu okkar 3 falleg og verðmæt málverk sem hér er þakkað hjartanlega fyrir. Um er að ræða málverk Guðna Hermansen af Þorsteini Þ. Víglundssyni, fyrsta sparisjóðsstjóranum í Vestmannaeyja og einum helsta menningarfrömuði Vestmannaeyja fyrr og síðar. Þá er málverk af eftirmanni Þorsteins, Benedikt Ragnarssyni. Að lokum er risastórt málverk af Vestmannaeyjum er Freymóður Jóhannsson málaði 1966 og hefur lengi hangið uppi í afgreiðslusal Sparisjóðsins.
 
 
meira >>
14. júní 2016

Guđni Ágústsson fór á kostum

,,Kæru vinir og aðdáendur Sigmunds Jóhannssonar Baldvinssen. Gleðilega hátíð, stundin sem við erum að upplifa er stór fyrir Helgu og börnin hans og okkur öll vini hans og aðdáendur. En stærst er hún fyrir framtíðina og Vestmannaeyjabæ. Loksins eru teikningar Sigumunds, húmorinn, spéið, pólitíkin,orðræðan í myndum, sem gladdi  Íslendinga frá degi til dags í rúm 50 ár komin heim til Vestmannaeyja á einn stað." sagði Guðni Ágústsson , fyrrum aðþingismaður og ráðherra og mikill vinur Sigmunds í ræðu sem hann flutti af sínum alkunna krafti á Sigmundshátíðinni.  Guðni fór á kostum eins og honum er einum lagið.
meira >>
07. júní 2016

Sigmundshátíđ í Safnahúsi

 22. apríl síðastliðinn hefði Sigumund Jóhannsson orðið 85 ára í tilefni dagsins bauð Safnahúsið í samstarfi við fjölskyldu Sigmunds upp á hátíðardagskrá og opnun sýningar í Einarsstofu.  Dagskráin heppnaðist einstaklega vel og var aðstandendum til mikils sóma.  Kári Bjarnason hélt untan um dagskrána og gat þess í upphafi síns máls að dagurinn væri mikill gleðidagur þar sem allar teikningar Sigmunds, yfir 11.000 talsins væru loks eign Vestmannaeyjabæjar. Hlynur Sigmundsson flutti kveðju fjölskyldunnar á þessum tímamótum og ræddi á persónulegum og hlýlegum nótum um samband sitt við föður sinn og hversu mikilvægt það hafi ávallt verið fyrir  föður hans og fjölskylduna  alla að teikningarnar yrðu eign bæjarbúa eins og nú væri orðið. Þakkaði hann kærlega Vinnslusöðinni og Ísfélaginu fyrir þeirra liðsinni í því máli.
Hér má sjá umfjöllun Eyjafrétta skrar/file/Skanni_20160524%20(8).jpg
 
meira >>
04. maí 2016

MEĐ EYJAR Í HJARTA OG HJARTAĐ Í EYJUM

 Á upppstigningardag, 5. mai kl 14-15:30 blásum við enn til dagskrár í Einarsstofu í Safnahúsi undir merkinu 
              MEÐ EYJAR Í HJARTA 
              OG HJARTAÐ Í EYJUM 
Að þessu sinni heimsækja okkur Eyjavinirnir :
Atli Ásmundsson (Atli greifi) Ávarp
Ingibjörg Þórðardóttir (Inga Þórðar rakara ) Mannlífið á rakarastofunni og nágrenni.
Einar Magnús Magnússon ( frændi Gvendar Bö ) 
Siggi frændi Bö - Ég passa ekki inn í samfélagið.
Birgir Baldvinsson ( Biggi Bald ) og Jón Bernódusson ( Nonni í Borgarhól ) Bítlakynslóðin - Bítlaæðið 
Allir hjartanlega velkomnir.
meira >>